✝ RBM Morastaða Korka HIT
27.03.2008 - 06.04.2016
Dís er hreinræktaður Border Collie, fædd að Morastöðum í Kjós í mars 2008. Ég var búin að fylgjast með hundunum undan móður hennar í mörg ár og búin að bíða lengi eftir því að tíkin mín fæddist. Það var því með eintómri gleði þegar ég renndi inn á Morastaði í maí til að sækja nýja hvolpinn minn, ég hafði jú ekki verið með hvolp í 10 ár.
Hún hefur þegar sannað eðli og getu í smölun, og er líkt og Fluga alveg sannfærð um að hún sé alveg nógu stór til að ráðskast með hesta. Saman erum við að stíga okkar fyrstu spor í keppni á erlendum vettvangi, en við stefnum á að taka þátt í keppnum og prófum í hundafimi og hlýðni í vetur ef allt gengur að óskum.
Hún er einn þægilegasti hundur sem hægt er að ímynda sér, í umgengni og á heimili, alltaf kát og glöð og elskar alla. Ef allir borderar væru eins og hún gætu allir átt border collie án nokkura vandkvæða. Hún fellur afar vel inn í þá orku sem er í boði á heimilinu og liggur bara og sefur í bælinu sínu ef ekkert áhugavert er í boði. Í þjálfun er hún mikill fullkomnunarsinni og hugsuður, en á erfitt með að komast yfir það ef henni mistekst eða giskar vitlaust og hefur það reynst mér ný áskorun í þjálfun. Við erum annars komin á gott skrið og höfum stór plön fyrir framtíðina.
Dags daglega er annars hennar stærsta hlutverk að vera bókastoð og lærdómsfélagi minn og sér hún um að halda geðheilsunni í góðu standi, enda ekki annað hægt með svona kjánaprik til að stytta sér stundir.
Hún hefur þegar sannað eðli og getu í smölun, og er líkt og Fluga alveg sannfærð um að hún sé alveg nógu stór til að ráðskast með hesta. Saman erum við að stíga okkar fyrstu spor í keppni á erlendum vettvangi, en við stefnum á að taka þátt í keppnum og prófum í hundafimi og hlýðni í vetur ef allt gengur að óskum.
Hún er einn þægilegasti hundur sem hægt er að ímynda sér, í umgengni og á heimili, alltaf kát og glöð og elskar alla. Ef allir borderar væru eins og hún gætu allir átt border collie án nokkura vandkvæða. Hún fellur afar vel inn í þá orku sem er í boði á heimilinu og liggur bara og sefur í bælinu sínu ef ekkert áhugavert er í boði. Í þjálfun er hún mikill fullkomnunarsinni og hugsuður, en á erfitt með að komast yfir það ef henni mistekst eða giskar vitlaust og hefur það reynst mér ný áskorun í þjálfun. Við erum annars komin á gott skrið og höfum stór plön fyrir framtíðina.
Dags daglega er annars hennar stærsta hlutverk að vera bókastoð og lærdómsfélagi minn og sér hún um að halda geðheilsunni í góðu standi, enda ekki annað hægt með svona kjánaprik til að stytta sér stundir.
4 ára í skógjinum
Myndarleg í skógjinum með Vistu
5 mánaða
5 mánaða
3 mánaða