• Heim
  • Fréttir
  • Ræktunarmerar
  • Unghross
  • Aðrir hestar
  • Hundarnir
    • Vista
    • Farnir félagar >
      • Dís
      • Fluga
  • Myndasöfn
  • Tenglar
  • English
  • Gestabók

Landsmót og annað skemmtilegt

6/7/2011

0 Comments

 
Nú er stórglæsilegu Lansdmóti hestamanna 2011 nýlokið og að þessu sinni sátum við heima í Danmörku og ekki í brekkunni. Það hefði reyndar verið einstaklega skemmtilegt að mæta á þetta mót þar sem hestar tengdir okkur og hestar stórfjölskyldunnar stóðu sig stórkostlega vel. Í flokki 5 vetra hryssna stóð meri í eigu móður Valda og systur, Kolka frá Hákoti, langefst með 8,51 í aðaleinkun.
Picture
Kolka í dómi á Landsmóti- Mynd: Sara Ástþórsdóttir
Álfhólar áttu líka góðan dag á Landsmóti þar sem þau mættu með ræktunarbú á föstudagskveldi, sem var svo úr hópi ræktunarbúa valið annað besta ræktunarbú mótsins og boðið að mæta aftur á laugardagskveldi eftir töltið. Þar brást internet útsendingin okkur hressilega því landsmot.tv ákvað að það væri óþarfi að senda frá skemmtiatriðum laugardagskvöldsins þ.a. við misstum því miður af þeim.

Sara frænka Valda mætti svo með gullmolann sinn, Dívu frá Álfhólum, í flokk 7 vetra og eldri, en hún mætti með tvær tíur inn á mót, fyrir tölt og vilja og geðslag. 
Picture
Díva í dómi að sýna tölt upp á 10 - Mynd: Sara Ástþórsdóttir

Ekki var þó minna leyðinlegt að fylgjast með stórglæsilegum hrossum í úrslitum í tölti, B-flokki og A-flokki. Þarna komu fram stjörnur á borð við Ölfu frá Blesastöðum 1A, Kjarnorku frá Kálfholti og auðvitað Óm frá Kvistum, en við fengum auðvitað móálótt merfolald undan honum síðasta sumar. Hann er því annar A-flokks landsmótssigurvegari sem við höfum notað í ræktun áður en þeir unnu landsmót, en við vorum einmitt búin að panta undir Aris frá Akureyri fyrr um sumarið áður en hann stóð uppi sem sigurvegari á landsmótinu 2008. 
Picture
Ómur á Landsmóti - Mynd:Hestafréttir
Að öðrum fréttum þá er baunalandið að fara ágætlega með okkur, próf búin í bili og ég farin að vinna og Valdi heldur áfram að klára masters verkefnið sitt. Fannar bróðir hans kom í heimsókn núna í júní og við fórum í smá ferðalag um Hvítasunnuhelgina um Danmörku þvera og endilanga og niður til Þýskalands líka. Það er kanski kosturinn við að búa hérna, að maður hefur allt aðra möguleika þegar það kemur að ferðalögum.

Svo gerðist sá leiðinlegi atburður að tilvonandi stóðhestefnið okkar undan Sólarorku og Þrumufleyg, en hún fæddi brúnan hest, hvarf og hefur farist á einhvern óútskýranlegan hátt. Því gæti svo farið að átt verði við tamningu á henni eitthvað í vetur því við erum virkilega spennt fyrir því að sjá hvernig hún kemur út. Annars eru stóðhestaplön ársins komnar í sinn farveg og eigum við von á allavegana einu, og jafnvel tveimur folöldum á næsta ári. En núna er það bara Þrá sem á eftir að kasta, en við eigum ekki von á henni fyrr en seint í sumar þar sem að hún er fengin seint á síðasta ári. 

Annars erum við að ná að ríða aðeins út hérna úti og erum með nokkra dani sem við erum að aðstoða með hestana sína, og þar á meðal er merin Nift, sem þegar Valdi byrjaði með hana þá tölti hún ekki spor. Staðan er allt önnur í dag eins og sjá má.
Picture
Picture
0 Comments



Leave a Reply.

    Eldri fréttir

    August 2013
    May 2013
    February 2013
    November 2012
    September 2012
    July 2012
    June 2012
    February 2012
    October 2011
    September 2011
    July 2011
    May 2011
    March 2011
    February 2011
    December 2010
    November 2010
    October 2010
    September 2010

    RSS Feed

    Picture
www.fotaburdur.com | Valdimar Ómarsson & Silja Unnarsdóttir |  Denmark | Copyright © 2011-2014 fotaburdur.com | All rights reserved.