Það er varla hægt að segja annað en að veturinn fer vel með baunalandið þetta árið, örþunnt snjólag og ekkert mjög kalt. Veturinn hefur farið vel með okkur að öðru leiti líka. Í nóvember var okkur stelpunum boðið að taka þátt í keppni um Årets Rally Beginder hjá danska Border Collie klúbbnum. Það voru allt í allt 5 hundar sem var boðið að taka þátt í hverjum flokki og það telst nú ekki slæmt að koma báðum hundum inn. Keppnin var sett upp sem extra löng braut, óformleg og niðurstaða dagsins var svo reiknuð saman til stiga með þeim stigum sem maður hafði þegar komið inn með sem gaf svo lokasætaröðun. Báðar stelpurnar stóðu sig stórvel, Dís var stjarna dagsins og sigraði þessa braut með 99 stig í brautinni.
Vista sýndi stjörnutakta en skoppaði aðeins af gleði og endaði með 95 stig í brautinni og 3. sætið.
Lokaniðurstaðan varð svo að Vista varð í 4. sæti og Dís í 2. sæti samanlagt ! Við fengum svo þessar líka svakalega stóru og flottu rósettur, sjáiði bara :)
Jólum og áramótum eyddum við heima á Íslandi í faðmi fjölskyldu og nutum þess í botn. Við náðum að eyða smá tíma á Álfhólum og taka út stöðuna á Sólarorku, hún lofar góðu og verður vonandi tilbúin í dóm í vor.
Við skötuhjúin jólaleg
En hundalífið heldur áfram, lítið annað í fréttum svosem. Við stelpurnar mættum í Rally próf í síðustu viku. Gaman að pæla aðeins í því að ég skráði þær í prófið í nóvember, skráningin fylltist á sirka hálftíma þegar það var opnað fyrir skráningar þar sem ansi margir eru hrifnir af því að komast í innanhús rally próf á þessum árstíma.
Við Vista skiluðum góðu prófi með 95 stig og síðasta stigið í byrjendaflokki og hún er þar með orðin RBM. Við náðum 2. sæti í okkar flokki. Við þurftum að gera eina æfingu aftur og misstum þar 3 stig og hún skoppaði af gleði tvisvar og þar fóru önnur 2 stig.
Við Vista skiluðum góðu prófi með 95 stig og síðasta stigið í byrjendaflokki og hún er þar með orðin RBM. Við náðum 2. sæti í okkar flokki. Við þurftum að gera eina æfingu aftur og misstum þar 3 stig og hún skoppaði af gleði tvisvar og þar fóru önnur 2 stig.
Dís tók þátt í Öved flokknum í fyrsta skiptið. Þar bætast við nokkrar æfingar og prófið er framkvæmt taumlaust þ.a. hælgangan þarf að vera góð, ekki það að ég hafi nokkrar áhyggjur af því með mínar skvísur :) Við Dís þurftum að gera tvær æfingar aftur og það tók nokkur stig en við lukum braut með 81 stig og núna þurfum við tvær aðrar brautir (eða 100 stig) til að komast upp í Ekspert flokkinn.
Aðeins til að ljúka þessum hundafréttum þá hlupum við fyrsta hundafimi mót ársins í gær. Þetta var frumraun Vistu í keppni en ég hafði eki keppt í hundafimi í tæp tvö ár (hljóp síðast á sama móti í sömu höll þegar Vista var nýfædd). Þær hlupu báðar fjórar brautir, tvær agility og tvær jumpers brautir. Því miður hafði ég bara fólk til að taka upp jumpers brautirnar, en dagurinn var afskaplega langur og agility brautirnar voru síðustu brautir dagsins og margir farnir heim. Mótið í heild var mjög vel gert og mikil vinna hjá fullt af fólki sem liggur á bakvið svona mót.
Jumpers brautirnar voru ekki erfiðar, höfðu fínt flæði en smá hnökrar urðu til þess að engin braut var villulaus, og það þarf klárlega að vinna aðeins með vefið. Vista tók dekkið í fyrstu brautinni vitlaust og ég tók ekki eftir því fyrr en um seinann.
Jumpers brautirnar voru ekki erfiðar, höfðu fínt flæði en smá hnökrar urðu til þess að engin braut var villulaus, og það þarf klárlega að vinna aðeins með vefið. Vista tók dekkið í fyrstu brautinni vitlaust og ég tók ekki eftir því fyrr en um seinann.
Dís hljóp mjög vel, hafði fínann hraða en tekur að venju soldið víðar beygjur eins og sjá má.
Agility brautirnar voru upplifun útaf fyrir sig. Þetta var í fyrsta skiptið sem þær snertu kontakt tæki með teppum. Vista var ekki viðbúin því og snarstoppaði þegar hún var komin hálfa leið upp brúnna og starði á mig með stóru bláu augunum. Það hófst að hjálpa henni að klára tækið og eftir það voru þau ekki vandamál. Agility brautirnar voru aðeins flóknari og buðu upp á skemmtilegri möguleika á því hvernig þær voru hlaupnar. Vista er ansi góð í flóknum stýringum þannig að þetta var alveg við hennar hæfi. Dís aftur á móti var orðin svo þreytt í lok dagsins (líkt og ég) að hún nennti ekki meiru í síðustu brautinni þ.a. við hættum á góðum nótum og ég fór heim með uppáhalds skvísurnar.